Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 13:02 Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun