Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 08:01 Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu. Samstarfsmönnum mínum í nýrri ríkisstjórn ætti að vísu að vera kunnugt um þau flest eða öll, enda höfum við tekist á um efni margra þeirra. Nú, þegar ég hugsa um það vissi ég reyndar ekki að við deildum þessum áhuga. Hér á eftir fer listi yfir nokkur þingmál undirritaðrar sem stuðla eiga að hagræðingu og ábyrgum ríkisrekstri: Endurskoðun úreltrar löggjafar um ríkisstarfsmenn til að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins. Með því væri hægt að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og stuðla að bættri þjónustu hins opinbera. Ríkisstarfsmönnum fækki við sameiningu ríkisstofnana. Eftirlit sé haft með yfirvinnustundum ríkisstarfsmanna og yfirlit yfir þær aðgengilegt eftir ríkisstofnunum, m.a. hvort um sé að ræða tímamælda eða ótímabundna yfirvinnu. Allar stofnanir ríkisins birti fjárhagsupplýsingar á vefnum opnirreikningar.is Lækkun ríkisframlaga til stjórnmálaflokka sem hafa margfaldast þannig að stjórnmálaflokkar hafa í raun verið ríkisvæddir. Hækkun á lágmarksatkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til úthlutunar fjár úr ríkissjóði. Afnám jafnlaunavottunar Viðreisnar, sem er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum, en skilar engum marktækum árangri. Eftirlitið er sömuleiðis á hendi ríkisins. Þar mætti hagræða um leið, þótt starfsmenn Jafnréttisstofu hafi lýst yfir mikill ánægju með fyrirkomulagið. Fara eftir lögum og reglum um þinglega meðferð EES-mála þannig að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur til að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbindingum sem leiðir af EES-samningnum, nema alveg sérstakar ástæður séu til þess. Kvöð á stjórnvöld um að útvista verkefnum í auknum mæli og kaupa oftar þjónustu einkaaðila fremur en fjölga ríkisstarfsmönnum. Auka eftirlit með að farið sé að lögum um opinber innkaup í heilbrigðiskerfinu, enda markmið laganna að stuðla að hagkvæmni í ríkisrekstri. Er enda með ólíkindum að hökt hafi verið á þeim, m.a. af hálfu embættis landlæknis. Einföldun heilbrigðiseftirlits. Hömlur verði settar á umsvif og útþenslu ÁTVR, m.a. stækkun dreifingarmiðstöðva og nýrra útsölustaða. Dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins. Þótt samstarf við nýja stjórnarliða á nýafstöðnu þingi og málflutningur þeirra þar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni, vill undirrituð þó leggja sitt af mörkum enda markmiðið göfugt. Þetta sama fólk hefur ekki beinlínis drekkt Alþingi í hagræðingartillögum á liðnum árum, hvað þá tekið undir þær. Engu að síður óska ég þeim velfarnaðar, hafi forgangsröðunin breyst í þeim efnum. Batnandi fólki er best að lifa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun