Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 13:40 Félagsmenn Eflingar tóku sér stöðu fyrir utan Finnsson. Vísir/Vésteinn Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. „Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“ Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“
Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira