Veðurstofan varar við asahláku um helgina. Við hittum Hjalta Guðmundsson, skrifstofustjóra borgarlandsins, í beinni útsendingu og hann skýrir að hverju þurfi að huga.
Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri bregst við í beinni.
Og við heimsækjum útskurðarmeistara á níræðisaldri. Honum finnst skemmtilegast að tálga lóu, spóa og hrossagauk.