Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar 10. janúar 2025 12:02 Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar