Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 10:32 Tiger Woods slær af þriðja teig Riviera-golfvallarins í Pacific Palisades á PGA-móti þar í fyrra. Völlurinn er nú í hættu vegna gróðurelda. Vísir/EPA Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. Hundruð mannvirkja, þar á meðal íbúðarhús, hafa fuðrað upp í miklum gróðureldum sem kviknuðu í Pacific Palisades í útjaðri Los Angeles á þriðjudag. Eldarnir hafa breitt hratt úr sér og brenna nú stjórnlaust. Fjöldi Hollywood-stjarna er á meðal þeirra sem hafa misst heimili sín í eldunum. Riviera-völlurinn í Pacific Palisades er innan svæðis sem fólki er skylt að yfirgefa vegna eldanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engar skemmdir höfðu orðið á vellinum síðdegis í gær en myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt völlinn með þykkan svartan reyk í bakgrunni. Updated video of the wildfires rapidly approaching Riviera Country Club.Reporters in the area have estimated the fires are moving at 2-3 football fields PER MINUTE. pic.twitter.com/U7KZjCMv84— Tee Times (@TeeTimesPub) January 8, 2025 Völlurinn verður hundrað ára gamall á næsta ári en PGA-mótaröðin hefur vanið komur sínar þangað því næst sem samfellt frá árinu 1973. Tiger Woods spilaði á sínu fyrsta PGA-móti þar árið 1992 en hann hefur verið gestgjafi mótsins frá 2020. Halda á Genesis Invitational-mótið á vellinum eftir rétt rúman mánuð. Opna bandaríska mót karla var haldið á Riviera árið 1948 og PGA-meistaramótið árið 1983 og 1995. Völlurinn á að hýsa opna bandaríska mót kvenna á næsta ári, Ólympíuleikana árið 2028 og opna bandaríska mót karla árið 2031. Reuters hefur eftir Keegan Bradley, fyrirliða bandaríska Ryder-bikarliðsins, sem er staddur á PGA-móti á Havaí að kylfingar frá Los Angeles sem hann spilaði með í gær hafi verið með böggum hildar. „Fjölskyldur þeirra þurftu að yfirgefa heimili sín og heimili þeirra gætu horfið. Þetta er dapurlegt,“ segir Bradley. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Golf Golfvellir Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hundruð mannvirkja, þar á meðal íbúðarhús, hafa fuðrað upp í miklum gróðureldum sem kviknuðu í Pacific Palisades í útjaðri Los Angeles á þriðjudag. Eldarnir hafa breitt hratt úr sér og brenna nú stjórnlaust. Fjöldi Hollywood-stjarna er á meðal þeirra sem hafa misst heimili sín í eldunum. Riviera-völlurinn í Pacific Palisades er innan svæðis sem fólki er skylt að yfirgefa vegna eldanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Engar skemmdir höfðu orðið á vellinum síðdegis í gær en myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt völlinn með þykkan svartan reyk í bakgrunni. Updated video of the wildfires rapidly approaching Riviera Country Club.Reporters in the area have estimated the fires are moving at 2-3 football fields PER MINUTE. pic.twitter.com/U7KZjCMv84— Tee Times (@TeeTimesPub) January 8, 2025 Völlurinn verður hundrað ára gamall á næsta ári en PGA-mótaröðin hefur vanið komur sínar þangað því næst sem samfellt frá árinu 1973. Tiger Woods spilaði á sínu fyrsta PGA-móti þar árið 1992 en hann hefur verið gestgjafi mótsins frá 2020. Halda á Genesis Invitational-mótið á vellinum eftir rétt rúman mánuð. Opna bandaríska mót karla var haldið á Riviera árið 1948 og PGA-meistaramótið árið 1983 og 1995. Völlurinn á að hýsa opna bandaríska mót kvenna á næsta ári, Ólympíuleikana árið 2028 og opna bandaríska mót karla árið 2031. Reuters hefur eftir Keegan Bradley, fyrirliða bandaríska Ryder-bikarliðsins, sem er staddur á PGA-móti á Havaí að kylfingar frá Los Angeles sem hann spilaði með í gær hafi verið með böggum hildar. „Fjölskyldur þeirra þurftu að yfirgefa heimili sín og heimili þeirra gætu horfið. Þetta er dapurlegt,“ segir Bradley.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Golf Golfvellir Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33