Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 19:42 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir segir það hafa verið ljóst í langan tíma að aðstæður á Sævarhöfða hafi ekki verið góðar. Lítið bil hafi verið á milli hjólhýsa vegna þess hve svæðið er þröngt. vísir/vilhelm Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“ Reykjavík Slökkvilið Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“
Reykjavík Slökkvilið Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent