Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar 8. janúar 2025 14:03 Hvenær kemur sá dagur að íslenskir stjórnmálamenn beri ábyrgð af alvöru? Af hverju hefur ríkt sú hefð að ef einhver gerir alvarleg afglöp í starfi, og sér í lagi sem háttsettur á vegum hins opinbera, þá berirðu aldrei ábyrgð og takir pokann þinn og ferð? Það á ekki bara við borgina heldur líka hjá ríkinu og er í því samhengi hægt að nefna Íslandsbankasöluna og ótal önnur mál eins fyrir eða það að fara glæpsamlega fram úr fjárheimildum. Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða hjá ríkinu, og líka hátt settir embættismenn, virðast geta sagt út í það óendanlega. „Að við ætlum að draga lærdóm af þessu“ þetta er farið að vera ansi þreytt og ekki boðlegt við kjósendur þessa lands og í raun óþolandi og vanviðing. Það er ekki lengur undantekningin heldur reglan að það komi svona svör þegar menn hafa gert upp á bak og við skattgreiðendur eigum svo að taka þessu svari sem góðu og gildu þegar sagan hefur sýnt annað í gegnum áratugina. En hvað gerist ef Jón eða Gunna á gólfinu gera eitthvað álíka, hvað yrði um hann eða hana? Af hverju á þá eitthvað annað að gilda um ykkur? Hvaða tvöföldu skilaboð er verið að senda út í samfélagið? Það sem meira er að íslenskir fjölmiðlar leyfa þeim að komast upp með svona rugl og þeir eiga að heita fjórða valdið. Ítrekað enda málin þannig að endanum ber enginn ábyrgð á einu eða neinu nema skattgreiðandinn sem borgar alltaf allt að lokum á fullu verði og gott betur en það. Staðreyndin er sú að hér á landi er ekki til hefð fyrir því að bera ábyrgð og sérlagi á vegum þess opinbera í efri stigunum og það á sérstaklega við pólitíkina. Þegar þú ert kominn að kötlunum þá virðist vera sem þú megir haga þér að vild og þér sé aldrei refsað fyrir misgjörðir þínar. Hvaða skilaboð eru það til barna og framtíðarkynslóðarinnar okkar? Þegar klikkbeitið á fréttina hættir er ég safe Stundum held ég að stjórnmálamenn og embættismenn í efri stigum samfélagsins hugsi, þetta líður hjá, allir verða búnir að gleyma þessu á morgun eða eftir nokkrar vikur, það kemur örugglega eldgos eða eitthvað annað í fréttum þannig að hinn sauðsvarti almenningur fer að hugsa um eitthvað annað og þá er ég sloppinn eða þetta fer bara í nefnd og sofnar þar. En reikningurinn endar alltaf hjá okkur skattgreiðendum og lífið heldur áfram þar til næsti skandall kemur og hvað gerum við? Jú, við beygjum okkur eftir sápunni. En þegar á botninn er hvolft þá er það ekki staðreyndin. Með öðrum orðum, þau læra ekki neitt og þegar ég sá það að fyrrverandi borgarstjóri var kominn á Alþingi Íslendinga þá hugsaði ég: Okkur Íslendingum er ekki viðbjargandi. Enn eitt leikritið hefur verið sett á svið okkar borgarbúa, „Græna gímaldið“. Handritshöfundar eru meirihlutinn í borginni og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri en hann hefur það furðulega hlutverk að vera ósýnilegur í verkinu eins og í mörgum öðrum leikverkum sem hafa verið sett á svið af borginni. Þó svo að nafnið á verkinu gæti gefið það til kynna að þetta væri barnaleikrit þá er það langt frá því að vera það heldur er þetta hádramatískt verk. „Við erum svo sorry yfir þessu“ Þó svo að þetta leikverk sé orðið svo þreytt og sé farið að vera við það að slá út þáttinn Vikan með Gísla Marteini á RÚV, sem ég er farinn að sýna líkamleg ofnæmisviðbrögð við, ef ég slysast til að fara óvart inn á RÚV þegar ég er að flakka á milli sjónvarpsstöðva, sem gerist orðið æ sjaldnar því ég nenni ekki að fylgjast með íslensku sjónvarpi. Af þeirri einfaldri ástæðu að það sem er í boði í íslenskum fjölmiðlum er meira og minna rusl, sér í lagi þegar kemur að fréttastofum. Þar virðist ekki vera rekin nein hlutleysisstefna heldur hallar þetta meira og minna bara á aðra hliðina í fréttaflutningi og það sama gildir um Stöð 2, ef eitthvað þá er það verra þar. Það verður ekki horft fram hjá því að uppsetningin að þessu verki „Græna gímaldið “ er það dýrasta hingað til og gagnrýnendur segja að það skilji ekkert eftir sig nema kjánahroll og hörmulegan ofleik og sér í lagi þeirra sem fara með aðalhlutverkið. Ef þetta fólk fær að sitja áfram í sínum stólum þá er verið að hafa okkur borgarbúa að fíflum að mínu mati því nóg hefur verið um skandala hjá borginni. Syndaaflausnin er alltaf sú sama: „Við ætlum að draga lærdóm af þessu“. Hugsar sér hrokann, sem þetta fólk sýnir okkur borgarbúum og það kemst upp með það. En það kemur í hlut skattgreiðenda að borga fyrir þetta meiriháttar klúður og við eigum bara að taka skýringuna gilda, við ætlum að læra af þessu eina ferðina enn! Hvað með að sýna smá auðmýkt, bera alvöru ábyrgð og segja af sér? Ég leyfi mér að segja hrokinn er svo yfirgengilegur, þó svo að fólk reyni að afsaka sig bak og fyrir með falsgeyflubrosi á vör, að það telur sjálfan sig svo algjörlega ómissandi að það verði að finna lausn á þessu hroðalega skandal. Að þetta fólk skuli ekki sjá sómatilfinningu hjá sjálfu sér og þá sér í lagi núverandi borgarstjóri og formaður skipulagsráðs, að segja sig ekki frá þessu verkefni og að skammast sín og pilla sér í burt. Ef réttlætinu ætti að vera fullnægt ætti þetta fólk að vera sjálft skaðabótaskylt. Við erum orðin svo svartfuglavillt í sjólæðunni af þessu endalausa orðagjálfri að það hálfa er orðið miklu meira en nóg. Við leyfum alltaf stjórnmálamönnum að komast upp með hvaða bull sem er án þess að það hafi afleiðingar fyrir þá. Sýnið kjósendum virðingu Hvar er ábyrgðin sem Píratar tala alltaf um, og sér í lagi í þetta sinn þar sem þeir eru í aðalhlutverki í þessu klúðri? Flokkurinn sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík, sem ætlaði að taka á spillingu og vera með allt upp á borðum og boðaði gegnsæi. Hann er farinn að haga sér eins og hinir flokkarnir, kominn með málin undir borð og er ekkert betri þegar kemur að því að bera ábyrgð. Með réttu ætti Dóra Björt oddviti flokksins að hafa sagt af sér. Það er ekki sama hvort þú ert „Séra Jón eða Jón“, það er íslenskur veruleiki í hnotskurn. Af hverju eigum við borgarbúar að trúa því að þið lærið af þessu, þetta kemur ekki úr ykkar veski, nei, þið haldið áfram að fá ykkar ofurlaun í fasta áskrift sama hvert klúðrið er en ætlist svo til að við borgum á meðan við bölvum ofan í bringuna á okkur. Höfundur er áhugamaður um að skapa betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hvenær kemur sá dagur að íslenskir stjórnmálamenn beri ábyrgð af alvöru? Af hverju hefur ríkt sú hefð að ef einhver gerir alvarleg afglöp í starfi, og sér í lagi sem háttsettur á vegum hins opinbera, þá berirðu aldrei ábyrgð og takir pokann þinn og ferð? Það á ekki bara við borgina heldur líka hjá ríkinu og er í því samhengi hægt að nefna Íslandsbankasöluna og ótal önnur mál eins fyrir eða það að fara glæpsamlega fram úr fjárheimildum. Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða hjá ríkinu, og líka hátt settir embættismenn, virðast geta sagt út í það óendanlega. „Að við ætlum að draga lærdóm af þessu“ þetta er farið að vera ansi þreytt og ekki boðlegt við kjósendur þessa lands og í raun óþolandi og vanviðing. Það er ekki lengur undantekningin heldur reglan að það komi svona svör þegar menn hafa gert upp á bak og við skattgreiðendur eigum svo að taka þessu svari sem góðu og gildu þegar sagan hefur sýnt annað í gegnum áratugina. En hvað gerist ef Jón eða Gunna á gólfinu gera eitthvað álíka, hvað yrði um hann eða hana? Af hverju á þá eitthvað annað að gilda um ykkur? Hvaða tvöföldu skilaboð er verið að senda út í samfélagið? Það sem meira er að íslenskir fjölmiðlar leyfa þeim að komast upp með svona rugl og þeir eiga að heita fjórða valdið. Ítrekað enda málin þannig að endanum ber enginn ábyrgð á einu eða neinu nema skattgreiðandinn sem borgar alltaf allt að lokum á fullu verði og gott betur en það. Staðreyndin er sú að hér á landi er ekki til hefð fyrir því að bera ábyrgð og sérlagi á vegum þess opinbera í efri stigunum og það á sérstaklega við pólitíkina. Þegar þú ert kominn að kötlunum þá virðist vera sem þú megir haga þér að vild og þér sé aldrei refsað fyrir misgjörðir þínar. Hvaða skilaboð eru það til barna og framtíðarkynslóðarinnar okkar? Þegar klikkbeitið á fréttina hættir er ég safe Stundum held ég að stjórnmálamenn og embættismenn í efri stigum samfélagsins hugsi, þetta líður hjá, allir verða búnir að gleyma þessu á morgun eða eftir nokkrar vikur, það kemur örugglega eldgos eða eitthvað annað í fréttum þannig að hinn sauðsvarti almenningur fer að hugsa um eitthvað annað og þá er ég sloppinn eða þetta fer bara í nefnd og sofnar þar. En reikningurinn endar alltaf hjá okkur skattgreiðendum og lífið heldur áfram þar til næsti skandall kemur og hvað gerum við? Jú, við beygjum okkur eftir sápunni. En þegar á botninn er hvolft þá er það ekki staðreyndin. Með öðrum orðum, þau læra ekki neitt og þegar ég sá það að fyrrverandi borgarstjóri var kominn á Alþingi Íslendinga þá hugsaði ég: Okkur Íslendingum er ekki viðbjargandi. Enn eitt leikritið hefur verið sett á svið okkar borgarbúa, „Græna gímaldið“. Handritshöfundar eru meirihlutinn í borginni og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri en hann hefur það furðulega hlutverk að vera ósýnilegur í verkinu eins og í mörgum öðrum leikverkum sem hafa verið sett á svið af borginni. Þó svo að nafnið á verkinu gæti gefið það til kynna að þetta væri barnaleikrit þá er það langt frá því að vera það heldur er þetta hádramatískt verk. „Við erum svo sorry yfir þessu“ Þó svo að þetta leikverk sé orðið svo þreytt og sé farið að vera við það að slá út þáttinn Vikan með Gísla Marteini á RÚV, sem ég er farinn að sýna líkamleg ofnæmisviðbrögð við, ef ég slysast til að fara óvart inn á RÚV þegar ég er að flakka á milli sjónvarpsstöðva, sem gerist orðið æ sjaldnar því ég nenni ekki að fylgjast með íslensku sjónvarpi. Af þeirri einfaldri ástæðu að það sem er í boði í íslenskum fjölmiðlum er meira og minna rusl, sér í lagi þegar kemur að fréttastofum. Þar virðist ekki vera rekin nein hlutleysisstefna heldur hallar þetta meira og minna bara á aðra hliðina í fréttaflutningi og það sama gildir um Stöð 2, ef eitthvað þá er það verra þar. Það verður ekki horft fram hjá því að uppsetningin að þessu verki „Græna gímaldið “ er það dýrasta hingað til og gagnrýnendur segja að það skilji ekkert eftir sig nema kjánahroll og hörmulegan ofleik og sér í lagi þeirra sem fara með aðalhlutverkið. Ef þetta fólk fær að sitja áfram í sínum stólum þá er verið að hafa okkur borgarbúa að fíflum að mínu mati því nóg hefur verið um skandala hjá borginni. Syndaaflausnin er alltaf sú sama: „Við ætlum að draga lærdóm af þessu“. Hugsar sér hrokann, sem þetta fólk sýnir okkur borgarbúum og það kemst upp með það. En það kemur í hlut skattgreiðenda að borga fyrir þetta meiriháttar klúður og við eigum bara að taka skýringuna gilda, við ætlum að læra af þessu eina ferðina enn! Hvað með að sýna smá auðmýkt, bera alvöru ábyrgð og segja af sér? Ég leyfi mér að segja hrokinn er svo yfirgengilegur, þó svo að fólk reyni að afsaka sig bak og fyrir með falsgeyflubrosi á vör, að það telur sjálfan sig svo algjörlega ómissandi að það verði að finna lausn á þessu hroðalega skandal. Að þetta fólk skuli ekki sjá sómatilfinningu hjá sjálfu sér og þá sér í lagi núverandi borgarstjóri og formaður skipulagsráðs, að segja sig ekki frá þessu verkefni og að skammast sín og pilla sér í burt. Ef réttlætinu ætti að vera fullnægt ætti þetta fólk að vera sjálft skaðabótaskylt. Við erum orðin svo svartfuglavillt í sjólæðunni af þessu endalausa orðagjálfri að það hálfa er orðið miklu meira en nóg. Við leyfum alltaf stjórnmálamönnum að komast upp með hvaða bull sem er án þess að það hafi afleiðingar fyrir þá. Sýnið kjósendum virðingu Hvar er ábyrgðin sem Píratar tala alltaf um, og sér í lagi í þetta sinn þar sem þeir eru í aðalhlutverki í þessu klúðri? Flokkurinn sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík, sem ætlaði að taka á spillingu og vera með allt upp á borðum og boðaði gegnsæi. Hann er farinn að haga sér eins og hinir flokkarnir, kominn með málin undir borð og er ekkert betri þegar kemur að því að bera ábyrgð. Með réttu ætti Dóra Björt oddviti flokksins að hafa sagt af sér. Það er ekki sama hvort þú ert „Séra Jón eða Jón“, það er íslenskur veruleiki í hnotskurn. Af hverju eigum við borgarbúar að trúa því að þið lærið af þessu, þetta kemur ekki úr ykkar veski, nei, þið haldið áfram að fá ykkar ofurlaun í fasta áskrift sama hvert klúðrið er en ætlist svo til að við borgum á meðan við bölvum ofan í bringuna á okkur. Höfundur er áhugamaður um að skapa betra samfélag.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun