Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 10:00 Kattaeigendur eru beðnir um að hafa strax samband við dýralækni verði þeir varir við einkenni í dýrunum sínum. Getty Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð. Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð.
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira