Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 21:16 Skrifstofuhúsnæðið sem málið varðar var í Bæjarlind í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir. Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira