Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:00 Allir nema dómstjóri og dómritari tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. VÍSIR/JÓHANNK Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23