Veður gæti haft áhrif á brennuhald Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Brennan við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er alltaf vel sótt á þessum degi að sögn verkefnastjóra. Reykjavíkurborg Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“ Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“
Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent