Veður gæti haft áhrif á brennuhald Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Brennan við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er alltaf vel sótt á þessum degi að sögn verkefnastjóra. Reykjavíkurborg Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“ Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Kveikt verður í brennum á Akranesi, í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Mosfellsbæ og á tveimur stöðum í Reykjavík, Ægissíðunni í Vesturbæ og við Gufunesbæ í Grafarvogi - svo dæmi séu tekin. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Vesturmiðstöð sér um brennuna á Ægissíðu. „Þetta verður svipað og undanfarin ár. Við breytum ekkert út af venjunni og byrjum við Melaskóla þar sem verður fjöldasöngur sem Sveinn, kennari í Melaskóli, stjórnar. Þeir sem tengja við skólann vita hver hann er. Hann hefur séð um þetta undanfarin ár og verið flottur í því.“ Og safnast fólk saman við skólann klukkan sex í kvöld. Í framhaldinu mun hópurinn ganga frá Melaskóla að Ægissíðunni í traustri fylgd lögreglu. „Klukkan hálf sjö þá kveikjum við í brennunni, það er að segja ef að veður leyfir. Það er pínu vindur úti akkúrat núna en miðað við veðurspár sem aldrei klikka á að lægja seinnipartinn og þá verður þetta ekkert vesen.“ Vindur gæti sett strik í reikninginn Útlit er fyrir norðanátt í dag og verður vindur víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Þar sem brennan við Ægissíðu stendur nálægt íbúabyggð má ekki kveikja í henni ef vindur fer yfir 10 metra á sekúndu. Hörður segir veðurspár gera ráð fyrir að veður lægi seinnipartinn. „Miðað við veðurspána og það sem ég sá áðan þá ætti þetta að líta mjög vel út þannig stefnan er bara á að kveikja í brennunni klukkan hálf sjö og vonandi klikka veðurguðirnir ekkert.“ Vel sótt Kyndlar verða til sölu hjá Melaskóla, jólasveinar mæta á svæðið og lýkur dagskránni með flugeldasýningu klukkan korter í sjö. „Þetta er bara mjög vel sótt. Og hefur verið í þessi ár, ég held að þetta sé þrettánda árið sem ég kem að þessu, þá hefur þetta verið frábær hefð og ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning sem myndast alltaf í kringum þessa hátíð.“
Jól Reykjavík Mosfellsbær Eyjafjarðarsveit Akranes Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira