Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar 6. janúar 2025 08:00 Samkvæmt nýjustu rannsóknum International Workplace Group telur yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórfyrirtækja í fremstu röð á heimsvísu að vinnustaðamenning framtíðarinnar muni byggja á blandaðri skrifstofuvinnu sem kennd er við „hybrid working“. Kjarninn í „hybrid“ hugmyndafræðinni er að fyrirtæki leggi sig fram um að gefa starfsfólki sínu kost á að skipta vinnutíma sínum milli höfuðstöðva fyrirtækjanna, heimavinnu og sveigjanlegra vinnurýma í nærumhverfi eða þar sem þau eru stödd hverju sinni og spara fé í leiðinni. Aukning á Hyrbidvinnu hefur verið frá árinu 2022 um 31% að meðaltali á ári. Fyrst þessir sjá aðilar sjá hag í Hybrid vinnuumhverfi þessu þá ætti ný ríkisstjórn Íslands að sjá það einnig og nýta sér Hybirdvinnu umhverfið fyrir sitt starfsfólk sem er út um allt land og fjölgar stöðugt með hverju árinu og í leiðinni spara fé og auka ánægju starfsfólks svo ekki sé talað um hvað þetta hefur góð áhrif á umhverfið og umferðina. Lífsgæði starfsmanna eykst til muna. Einnig er þetta byggðamál með því að fólk vinnur allt árið á þeim stað sem það velur að vinna frá. Þetta eykur verslun og þjónustu á þeim stað sem fólk starfar frá allt árið. Ekki eins og krókabátar sem koma bara og fara svo. Þetta eru heilsársstörf sem bæta hvert samfélag allt árið. Mikill meirihluti forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja á Fortune500 listanum hafa þegar séð sér hag í þessu vinnulagi með augljósum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Könnun IWGmeðal yfir 500 forstjóra stærri og meðalstóra fyrirtækja leiddi í ljós að 91% þeirra hafa þegar tekið upp „hybrid“ starfsumhverfi þar sem aðeins lítill minnihluti (7%) starfsfólks er að störfum á aðalskrifstofu fimm daga vikunnar. Afgerandi meirihluti sagði að framleiðni (75%) og varðveisla starfsfólks (76%) hafa batnað eftir að skipt var yfir í „hybrid“ menningu. Tveir þriðju hlutar sögðust missa lykilstarfsfólk ef þeir héldu því til streitu að starfsfólkið skilaði fullu starfi bundið við aðalskrifstofuna, eða eina ákveðna staðsetningu. Þeim ber einnig saman um að helsta aðdráttaraflið við möguleikann á að vinna frá öðrum stöðum sé tímasparnaðurinn sem felst í því að fækka löngum daglegum ferðum til og frá vinnu. Þegar Mark Dixon, stofnandi og forstjóri Regus, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar sagði hann meðal annars að innleiðing „hybrid“vinnulagsins myndi halda áfram að aukast „þegar fyrirtæki af öllum stærðum átta sig á mikilvægi þess við að skapa ákjósanlegt umhverfi sem efli bæði framleiðni fyrirtækisins og hamingju starfsfólksins.“ Þá benti Dixon einnig á að þessi nýjasta rannsókn „sýnir með sannfærandi hætti að stjórnendur kunna að meta mikilvægt hlutverk „hybrid“ vinnustaðamenningarinnar. Hún laðar ekki aðeins að hæfara starfsfólk heldur viðheldur hún hæfileikum starfsfólks fyrirtækisins í hæsta gæðaflokki og eykur starfsánægju þess til lengri tíma“. Til umhugsunar fyrir árið 2025 MIT Sloan Management Review birti nú fyrir skemmstu eftirfarandi „Five Hybrid Work Trends to Watch in 2025“ eftir hugsunarleiðtogann Brian Elliott. Leiðandi þróun „Hybrid“ vinnuumhverfisins fer á enn meira flug og þau fyrirtæki sem innleiða að fullu slíkt breytt vinnuumhverfi og bjóða sínu fólki upp á sveigjanlegri vinnuminnstur munu lokka til sín hæfileikaríkara starfsfólk. Andstætt við stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem leggja á hörð boð og bönn við þeim sveigjanleika sem starfsfólkið óskar. Þau fyrirtæki munu frekar tapa frá sér sínu góða fólki þó svo það fái meira greitt, starfsfólk velur sveigjanleikann og lífsgæði umfram þá peninga sem eru í boði. Þróunin sýnir jafnframt að „Hybrid“ vinnuumhverfið mun halda áfram að þróast og bæta við sig á árinu 2025 og bjóða upp á breiðara „vöruúrval“ ef svo má segja. Það verður ekkert aftur snúið. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu rannsóknum International Workplace Group telur yfirgnæfandi meirihluti forstjóra stórfyrirtækja í fremstu röð á heimsvísu að vinnustaðamenning framtíðarinnar muni byggja á blandaðri skrifstofuvinnu sem kennd er við „hybrid working“. Kjarninn í „hybrid“ hugmyndafræðinni er að fyrirtæki leggi sig fram um að gefa starfsfólki sínu kost á að skipta vinnutíma sínum milli höfuðstöðva fyrirtækjanna, heimavinnu og sveigjanlegra vinnurýma í nærumhverfi eða þar sem þau eru stödd hverju sinni og spara fé í leiðinni. Aukning á Hyrbidvinnu hefur verið frá árinu 2022 um 31% að meðaltali á ári. Fyrst þessir sjá aðilar sjá hag í Hybrid vinnuumhverfi þessu þá ætti ný ríkisstjórn Íslands að sjá það einnig og nýta sér Hybirdvinnu umhverfið fyrir sitt starfsfólk sem er út um allt land og fjölgar stöðugt með hverju árinu og í leiðinni spara fé og auka ánægju starfsfólks svo ekki sé talað um hvað þetta hefur góð áhrif á umhverfið og umferðina. Lífsgæði starfsmanna eykst til muna. Einnig er þetta byggðamál með því að fólk vinnur allt árið á þeim stað sem það velur að vinna frá. Þetta eykur verslun og þjónustu á þeim stað sem fólk starfar frá allt árið. Ekki eins og krókabátar sem koma bara og fara svo. Þetta eru heilsársstörf sem bæta hvert samfélag allt árið. Mikill meirihluti forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja á Fortune500 listanum hafa þegar séð sér hag í þessu vinnulagi með augljósum ávinningi fyrir bæði fyrirtækin og starfsfólk þeirra. Könnun IWGmeðal yfir 500 forstjóra stærri og meðalstóra fyrirtækja leiddi í ljós að 91% þeirra hafa þegar tekið upp „hybrid“ starfsumhverfi þar sem aðeins lítill minnihluti (7%) starfsfólks er að störfum á aðalskrifstofu fimm daga vikunnar. Afgerandi meirihluti sagði að framleiðni (75%) og varðveisla starfsfólks (76%) hafa batnað eftir að skipt var yfir í „hybrid“ menningu. Tveir þriðju hlutar sögðust missa lykilstarfsfólk ef þeir héldu því til streitu að starfsfólkið skilaði fullu starfi bundið við aðalskrifstofuna, eða eina ákveðna staðsetningu. Þeim ber einnig saman um að helsta aðdráttaraflið við möguleikann á að vinna frá öðrum stöðum sé tímasparnaðurinn sem felst í því að fækka löngum daglegum ferðum til og frá vinnu. Þegar Mark Dixon, stofnandi og forstjóri Regus, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar sagði hann meðal annars að innleiðing „hybrid“vinnulagsins myndi halda áfram að aukast „þegar fyrirtæki af öllum stærðum átta sig á mikilvægi þess við að skapa ákjósanlegt umhverfi sem efli bæði framleiðni fyrirtækisins og hamingju starfsfólksins.“ Þá benti Dixon einnig á að þessi nýjasta rannsókn „sýnir með sannfærandi hætti að stjórnendur kunna að meta mikilvægt hlutverk „hybrid“ vinnustaðamenningarinnar. Hún laðar ekki aðeins að hæfara starfsfólk heldur viðheldur hún hæfileikum starfsfólks fyrirtækisins í hæsta gæðaflokki og eykur starfsánægju þess til lengri tíma“. Til umhugsunar fyrir árið 2025 MIT Sloan Management Review birti nú fyrir skemmstu eftirfarandi „Five Hybrid Work Trends to Watch in 2025“ eftir hugsunarleiðtogann Brian Elliott. Leiðandi þróun „Hybrid“ vinnuumhverfisins fer á enn meira flug og þau fyrirtæki sem innleiða að fullu slíkt breytt vinnuumhverfi og bjóða sínu fólki upp á sveigjanlegri vinnuminnstur munu lokka til sín hæfileikaríkara starfsfólk. Andstætt við stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem leggja á hörð boð og bönn við þeim sveigjanleika sem starfsfólkið óskar. Þau fyrirtæki munu frekar tapa frá sér sínu góða fólki þó svo það fái meira greitt, starfsfólk velur sveigjanleikann og lífsgæði umfram þá peninga sem eru í boði. Þróunin sýnir jafnframt að „Hybrid“ vinnuumhverfið mun halda áfram að þróast og bæta við sig á árinu 2025 og bjóða upp á breiðara „vöruúrval“ ef svo má segja. Það verður ekkert aftur snúið. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar