Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 08:02 Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda. Enginn skortur er enda á staðreyndum sem mæla gegn því að Ísland gangi í sambandið þó þær henti málstað Gunnars og annarra Evrópusambandssinna afskaplega illa og fyrir vikið ólíklegt að um staðreyndir sé að ræða samkvæmt þeirra kokkabókum. Við getum til að mynda talað um þá staðreynd að vægi ríkja í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Því fámennari, því minna vægi. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni. Við getum að sama skapi talað um þá staðreynd að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir langflestum málaflokkur ríkja sambandsins er niður neglt í Lissabon-sáttmálanum, grundvallarlöggjöf þess sem Gunnar, sem sannfærður Evrópusambandssinni um langt árabil, hefur vafalaust kynnt sér til hlítar. Þar á meðal til dæmis í sjávarútvegs- og orkumálum sem skipta okkur Íslendinga miklu. Fram kemur enn fremur skýrt í sáttmálanum að fyrir vikið séu valdheimildir ríkjanna ávallt víkjandi gagnvart valdi sambandsins. Stöðnun en ekki stöðugleiki Við getum einnig talað um þá staðreynd að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki. Til dæmis kom þetta fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf þróunarinnar og Gunnar þekkir sömuleiðis án efa vel. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast kom til að mynda fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkaland að áfram skyldi unnið að því að Evrópusambandið yrði að sambandsríki. Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi – hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess. Við getum líka talað um þá staðreynd að á meðan flestum ríkjum þykir það næg áskorun að reyna að tryggja að ein peningastefna og ein efnahagsstefna vinni saman er ein peningastefna á evrusvæðinu en 20 oft á tíðum gjörólíkar efnahagsstefnur sem allajafna eiga engan veginn næga samleið til þess að mynda eitt myntsvæði. Evrusvæðið hefur aldrei einu sinni uppfyllt eitt af fjórum skilyrðum kenningar nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði þrátt fyrir að vera sagt byggt á henni. Hættu að spyrja um spillinguna Við getum enn fremur talað um þá staðreynd að spilling hefur verið svo landlæg innan Evrópusambandsins að jafnvel hafa komið upp spillingarmál hjá OLAF, stofnun sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu! Samkvæmt niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013 taldi mikill meirihluti íbúa ríkja þess að spilling þrifist innan stofnana sambandsins líkt og árin á undan. Viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar voru þau að hætta að spyrja þeirrar spurningar. Við getum aukinheldur talað um þá staðreynd að forsenda inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu og samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Meira að segja að mati sambandsins sjálfs. Fulltrúar þess lýstu þannig ítrekað áhyggjum af því þegar umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi að flokkarnir væru ekki samstíga í málinu. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, bent á að það færi gegn þingræðisreglunni ef utanríkisráðherra undirritaði samning sem nyti ekki stuðnings meirihluta Alþingis. Þá getum við að lokum til dæmis talað um þá staðreynd að hugtakið samningaviðræður er ekki lýsandi fyrir umsóknarferlið að Evrópusambandinu samkvæmt gögnum þess sjálfs. Til að mynda kemur fram í bæklingi sem sambandið gaf út um árið til þess að útskýra ferlið að notkun hugtaksins í þessum efnum geti verið villandi þar sem viðræðurnar snúist aðeins um það hvernig og hvenær ríki aðlagaðist því en ekki hvort. Ég tek þannig sem fyrr segir heilshugar undir með Gunnari. Höldum okkur endilega við staðreyndir! Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Tengdar fréttir Ekki meira bull, takk! Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. 4. janúar 2025 12:30 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Full ástæða er til þess að taka undir með Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi og fyrrverandi stjórnarmanni í Evrópusamtökunum, í grein hans á Vísi í gær þar sem hann kallaði eftir því að umræðan um Evrópusambandið færi fram á grundvelli staðreynda. Enginn skortur er enda á staðreyndum sem mæla gegn því að Ísland gangi í sambandið þó þær henti málstað Gunnars og annarra Evrópusambandssinna afskaplega illa og fyrir vikið ólíklegt að um staðreyndir sé að ræða samkvæmt þeirra kokkabókum. Við getum til að mynda talað um þá staðreynd að vægi ríkja í stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Því fámennari, því minna vægi. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni. Við getum að sama skapi talað um þá staðreynd að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir langflestum málaflokkur ríkja sambandsins er niður neglt í Lissabon-sáttmálanum, grundvallarlöggjöf þess sem Gunnar, sem sannfærður Evrópusambandssinni um langt árabil, hefur vafalaust kynnt sér til hlítar. Þar á meðal til dæmis í sjávarútvegs- og orkumálum sem skipta okkur Íslendinga miklu. Fram kemur enn fremur skýrt í sáttmálanum að fyrir vikið séu valdheimildir ríkjanna ávallt víkjandi gagnvart valdi sambandsins. Stöðnun en ekki stöðugleiki Við getum einnig talað um þá staðreynd að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki. Til dæmis kom þetta fram í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf þróunarinnar og Gunnar þekkir sömuleiðis án efa vel. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast kom til að mynda fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkaland að áfram skyldi unnið að því að Evrópusambandið yrði að sambandsríki. Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi – hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess. Við getum líka talað um þá staðreynd að á meðan flestum ríkjum þykir það næg áskorun að reyna að tryggja að ein peningastefna og ein efnahagsstefna vinni saman er ein peningastefna á evrusvæðinu en 20 oft á tíðum gjörólíkar efnahagsstefnur sem allajafna eiga engan veginn næga samleið til þess að mynda eitt myntsvæði. Evrusvæðið hefur aldrei einu sinni uppfyllt eitt af fjórum skilyrðum kenningar nóbelsverðlaunahafans Roberts Mundell um hið hagkvæma myntsvæði þrátt fyrir að vera sagt byggt á henni. Hættu að spyrja um spillinguna Við getum enn fremur talað um þá staðreynd að spilling hefur verið svo landlæg innan Evrópusambandsins að jafnvel hafa komið upp spillingarmál hjá OLAF, stofnun sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu! Samkvæmt niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013 taldi mikill meirihluti íbúa ríkja þess að spilling þrifist innan stofnana sambandsins líkt og árin á undan. Viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar voru þau að hætta að spyrja þeirrar spurningar. Við getum aukinheldur talað um þá staðreynd að forsenda inngöngu í Evrópusambandið er þingmeirihluti fyrir málinu og samstíga ríkisstjórn í þeim efnum. Meira að segja að mati sambandsins sjálfs. Fulltrúar þess lýstu þannig ítrekað áhyggjum af því þegar umsókn Samfylkingarinnar og VG var í gangi að flokkarnir væru ekki samstíga í málinu. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, guðfaðir Viðreisnar, bent á að það færi gegn þingræðisreglunni ef utanríkisráðherra undirritaði samning sem nyti ekki stuðnings meirihluta Alþingis. Þá getum við að lokum til dæmis talað um þá staðreynd að hugtakið samningaviðræður er ekki lýsandi fyrir umsóknarferlið að Evrópusambandinu samkvæmt gögnum þess sjálfs. Til að mynda kemur fram í bæklingi sem sambandið gaf út um árið til þess að útskýra ferlið að notkun hugtaksins í þessum efnum geti verið villandi þar sem viðræðurnar snúist aðeins um það hvernig og hvenær ríki aðlagaðist því en ekki hvort. Ég tek þannig sem fyrr segir heilshugar undir með Gunnari. Höldum okkur endilega við staðreyndir! Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ekki meira bull, takk! Nú liggur fyrir að á næstu misserum verður aftur farið að ræða Evrópumálin hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar nýrrar ríkisstjórnar að halda þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli aftur upp aðildarviðræður að nýju við ESB. 4. janúar 2025 12:30
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar