Óróapúls mældist við Grjótárvatn á Vesturlandi síðdegis í gær. Veðurstofan hefur staðið fyrir auknu eftirliti á svæðinu vegna mikillar jarðskjálftavirkni og sagt vísbendingar um að kvika sé þar að safnast saman á miklu dýpi. Við ræðum við eldfjallafræðinginn Þorvald Þórðarson í beinni.
Þá mætir framkvæmdastjóri UNICEF í myndver en síðasta ár var með þeim verstu, ef ekki það versta, fyrir börn á átakasvæðum. Við förum yfir málið í beinni.
Þá sjáum við myndir af klakastífu í Hvítá og ræðum við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir sem segir að árás á jólamarkað í Magdeburg hafi haft mikil áhrif á hann.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.