Innlent

Hættu­á­stand í heil­brigðis­þjónustu og óróapúls

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Þeir hafa þungar áhyggjur af stöðunni sem farið hafi hríðversnandi síðustu misseri. Barnabarn manns sem lést á aðfangadag segir afa sinn ekki enn þá hafa verið úrskurðaðan látinn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óróapúls mældist við Grjótárvatn á Vesturlandi síðdegis í gær. Veðurstofan hefur staðið fyrir auknu eftirliti á svæðinu vegna mikillar jarðskjálftavirkni og sagt vísbendingar um að kvika sé þar að safnast saman á miklu dýpi. Við ræðum við eldfjallafræðinginn Þorvald Þórðarson í beinni.

Þá mætir framkvæmdastjóri UNICEF í myndver en síðasta ár var með þeim verstu, ef ekki það versta, fyrir börn á átakasvæðum. Við förum yfir málið í beinni.

Þá sjáum við myndir af klakastífu í Hvítá og ræðum við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir sem segir að árás á jólamarkað í Magdeburg hafi haft mikil áhrif á hann.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 3. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×