Innlent

Eldur í Ártúnsbrekkunni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gömlu kartöflugeymslurnar að vetri til. Mynd tengist frétt ekki beint.
Gömlu kartöflugeymslurnar að vetri til. Mynd tengist frétt ekki beint. Reykjavíkurborg

Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Raf­stöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af.

„Það var töluverður eldur í einu bili en það gekk hratt og örugglega að slökkva hann,“ sagði Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðisins, í viðtali við fréttastofu.

Slökkvibílar frá fjórum stöðvum voru sendir á staðinn en þegar sá fjórði var að renna í hlað var hann afturkallaður. Samkvæmt varðstjóri voru slökkviliðsmennirnir tiltölulega fljótir að finna eldinn og slökkva inn þegar þeir voru komnir inn í húsið.

Enginn var á staðnum og lítil á að hætta á að eldurinn myndi dreifa úr sér í önnur hús. Slökkvilið er nú að klára frágang og hreinsun eftir brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×