Innlent

Sam­fé­lag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fjölskylduvin sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni og segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng

Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysiströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Við ræðum við slökkvistjóra um atvikið og hittum yfirlækni á bráðamóttöku sem hvetur fólk til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr á morgun.

Þá skoðum við nýja könnun Maskínu á vinsældum formanna stjórnmálaflokkanna og berum niðurstöðurnar undir prófessor í stjórnmálafræði. Við ræðum auk þess við veðurfræðing um spána fyrir gamlárskvöld, hittum markadrottinginu sem hugar nú að næstu skrefum og að loknum kvöldfréttum verður kíkt á bak við tjöldin hjá fréttastofunni í fréttannál dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×