Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2024 14:00 Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar