Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 21:17 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót. Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira