Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:15 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“ Neytendur Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“
Neytendur Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira