Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar 23. desember 2024 08:03 Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar