Innlent

Lyklaskipti og af­mæli elsta Ís­lendingsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Fráfarandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afhentu nýjum ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins lykla að ráðuneytunum í dag. Við fáum að sjá bestu brotin frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá kemur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði í myndverið til okkar til þess að rýna í nýjan stjórnarsáttmála, sem er talsvert styttri en fyrri stjórnarsáttamálar.

Við ræðum við veðurfræðing um jólaveðrið og færðina og heyrum frá áhyggjufullum og sorgmæddum íbúum í Magdeburg í Þýskalandi.

Elsti Íslendingurinn hélt upp á 107 ára afmælið sitt í dag við mikinn fögnuð. Við fáum að heyra leyndarmálið á bak við þennan háa aldur í fréttatímanum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×