Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 15:09 Alma D. Möller er nýr heilbrigðisráðherra. Vísir/Viktor Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra. „Það er auðvitað ótrúleg tilfinning. Ég er þakklát og stolt yfir því að fá að setjast í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, en ég geri það með mikilli auðmýkt. Þó ég sé ágætlega undirbúin veit ég að það er mjög margt sem ég þarf að læra, en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit, að læra og takast á við nýja hluti,“ segir Alma. Ölmu skilst að hún sé fyrsti læknirinn sem sest í heilbrigðisráðherrastól. „Já mér skilst það. Ég leitaði nú til Ólafs Þ. Harðarsonar og auðvitað hafði hann skrifað grein um lækna og stjórnmál. Þar kom fram að það var læknir í utanþingsstjórn í nokkra mánuði 1942-1943, en það hefur enginn læknir verið heilbrigðisráðherra,“ segir hún. „Og eins og dóttir mín sagði þá er tími til kominn!“ Öldrunarmál og málefni barna og ungmenna mikilvægust Alma segir að fyrsta verkefnið sé eins og alltaf þegar maður kemur á nýjan vinnustað að kynnast verkefnunum sem eru í gangi. Svo sé ríkisstjórnin með ákveðin áherslumál. „Það eru öldrunarmál, þjóðarátak í ummönnun aldraðra. Þar flytjast þau verkefni til Ingu Sæland, og ég auðvitað vinn með henni í því.“ Svo brenni ríkisstjórnin og hún fyrir málefnum barna og ungmenna. „Mín fyrstu áhersluatriði munu lúta að þessu tvennu,“ segir Alma. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
„Það er auðvitað ótrúleg tilfinning. Ég er þakklát og stolt yfir því að fá að setjast í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, en ég geri það með mikilli auðmýkt. Þó ég sé ágætlega undirbúin veit ég að það er mjög margt sem ég þarf að læra, en það er eitt af því skemmtilegasta sem ég veit, að læra og takast á við nýja hluti,“ segir Alma. Ölmu skilst að hún sé fyrsti læknirinn sem sest í heilbrigðisráðherrastól. „Já mér skilst það. Ég leitaði nú til Ólafs Þ. Harðarsonar og auðvitað hafði hann skrifað grein um lækna og stjórnmál. Þar kom fram að það var læknir í utanþingsstjórn í nokkra mánuði 1942-1943, en það hefur enginn læknir verið heilbrigðisráðherra,“ segir hún. „Og eins og dóttir mín sagði þá er tími til kominn!“ Öldrunarmál og málefni barna og ungmenna mikilvægust Alma segir að fyrsta verkefnið sé eins og alltaf þegar maður kemur á nýjan vinnustað að kynnast verkefnunum sem eru í gangi. Svo sé ríkisstjórnin með ákveðin áherslumál. „Það eru öldrunarmál, þjóðarátak í ummönnun aldraðra. Þar flytjast þau verkefni til Ingu Sæland, og ég auðvitað vinn með henni í því.“ Svo brenni ríkisstjórnin og hún fyrir málefnum barna og ungmenna. „Mín fyrstu áhersluatriði munu lúta að þessu tvennu,“ segir Alma.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir