Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Unnar Hermannsson og Halldór Halldórsson skrifa 20. desember 2024 14:31 Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun