Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Unnar Hermannsson og Halldór Halldórsson skrifa 20. desember 2024 14:31 Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Vestfirðingar vakið athygli á nauðsyn samgöngubóta í fjórðungnum undir merkjum „Vestfjarðalínu“. Þetta ákall um sterkari samgönguinnviði Vestfjarða vísar til öflugra heilsárstenginga innan atvinnusvæða, öruggari samgangna milli svæða, og að leiðin frá höfuðborgarsvæðinu yrði að mestu leyti láglendisvegur. Markmiðið hefur verið að blása í brjóst ráðamanna kjark til aukinnar uppbyggingar samgönguinnviða. Settur hefur verið upp sérstakur upplýsingavefur um „Vestfjarðalínuna“ þar sem nauðsynleg innviðaverkefni eru skilgreind. Þau snúa að jarðgangagerð og umfangsmiklum og mikilvægum vegabótum sem stytta ferðatíma, eykur umferðaöryggi og dregur úr viðhaldsþörf. Efnahagsævintýrið skilar miklu Samhliða ákalli til stórsóknar í uppbyggingu samgönguinnviða hefur atvinnulíf Vestfjarða minnt á skerf sinn til þjóðabúsins. Svæðið hefur notið mikillar velgengni og vaxtar í formi nýsköpunar og kraftmikils frumkvöðlastarfs. Þetta er efnahagsævintýri, byggir á miklum uppgangi Kerecis, fiskeldis og velgengni annarra fyrirtækja á svæðinu. Atvinnulíf á Vestfjarða hefur margfaldast að stærð á undanförnum árum í formi umsvifa og fjárfestingar í nýsköpun, lagareldi og þjónustu. Velta atvinnulífs Vestfjarða þrefaldaðist á árunum 2016-2023, og er hækkun húsnæðisverðs og fólksfjölgun til marks um efnahagsævintýrið sem þar á sér stað. Þessi kraftur í mannauði og uppbyggingu hefur skilað gríðarlegri aukningu skatttekna. Í nýrri skýrslu KPMG kemur fram að samfélagsspor Vestfjarða síðustu fimm ára er 25.5 milljarðar og hafi rúmlega fimmfaldast á fimm árum. Með samfélagsspori er átt við þá upphæð sem Vestfirðingar leggja til ríkissjóðs umfram það sem kemur til baka. Það sýnir að skattgreiðslur Vestfirðinga eru tvöfalt hærri en greiðslur ríkisins. Þetta rímar við nýlega frétt Byggðastofnunar sem sagði hæstar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa verið í landinu vera á Vestfjörðum. Svo hefur verið síðustu fjögur árin. Áframhaldið kallar á betri samgöngur Áframhald þessa efnahagsævintýris kallar á verulega uppbyggingu samgönguinnviða. Viljum við áfram standa fremst meðal þjóða í lífskjörum verðum við að styrkja vegakerfið. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga og þjóðina í heild. Sáttmáli til 10 ára Við höfum hvatt til þess að ríkisvaldið, sveitarfélög og einkaaðilar leggi hönd á plóg við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði þar sem samgöngum yrði lyft á viðunandi stig á næstu 10 árum. Fyrirmyndin er sótt til sáttamála sem gerður var um samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Nú reynir á þingmenn og nýja ríkisstjórn um frumkvæði og forystu til þessa verkefnis og tryggja greiða leið fyrir efnahagsævintýrið á Vestfjörðum. Mikilvægt skref væri að setja sérstakan samgöngusáttmála fyrir Vestfirði í stjórnarsáttmála. Undir liggja ekki aðeins hagsmunir Vestfirðinga heldur þjóðarinnar í heild. Frumkvæði í þessum efnum myndi tryggja vöxt og velsæld, Vestfirðinga sem og annarra. Nú reynir á þingmenn og ríkisstjórn um frumkvæði og forystu við gerð sérstaks samgöngusáttmála fyrir Vestfirði. Hann ætti heima í nýjum stjórnarsáttmála. Höfundar eru Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, Unnar Hermannsson, framkvæmdastjóri Kubbs á Ísafirði og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun