Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 07:31 Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun