Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar 19. desember 2024 14:31 „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Hvalveiðar Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
„Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun