Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 08:56 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira