Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 08:56 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira