Sport

Fimm­tíu kg léttari en síðast þegar hann keppti á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gordon Mathers hefur breyst talsvert.
Gordon Mathers hefur breyst talsvert. vísir/getty

Ástralski pílukastarinn Gordon Mathers keppti í gær í fyrsta sinn á HM í þrjú ár. Hann hefur breyst talsvert á þeim tíma.

Mathers mætti Englendingnum Ricky Evans í 1. umferð heimsmeistaramótsins í gær. Evans sigraði Mathers, 3-2, eftir hörkuleik.

Þeir áhorfendur sem mundu eftir Mathers frá því hann keppti síðast á HM tóku þó eftir mikilli breytingu á honum. Hann hefur nefnilega lést um fimmtíu kg síðan hann keppti síðast á HM. Mathers var 160 kg en er nú 110 kg. Hann náði þessum flotta árangri á rúmu hálfu ári.

„Ég hef alltaf verið stór en þegar ég öðlaðist keppnisrétt á mótaröðinni hætti ég að vinna og lífstíll pílukastara er ekki sá besti,“ sagði Mathers.

„Þú borðar á röngum tíma á kvöldin því þú þarft þess. Það er ekkert opið og svo þú borðar bara ruslfæði. Ég stækkaði talsvert þangað til ég kom til Ástralíu. Krakkarnir mínir voru hvatinn að breytingunni því faðir minn lést þegar hann var 57 ára vegna hjartabilunar.“

Mathers ákvað að taka lífsstílinn í gegn eftir að hann vó 160 kg í mars. Hann hefur nú lést um fimmtíu kg síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×