Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2024 21:02 Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir notkun rafvarnarvopna hingað til mun minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Vísir/Einar Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“ Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“
Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33
Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22