Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 18:54 Kristín segir drengina hafa hótað syni hennar öllu illu segði hann frá ofbeldinu. Vísir/Vilhelm og aðsend Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar. „Strákurinn okkar lenti í því ömurlega atviki að það var ráðist á hann. Þetta voru einhverjir eldri strákar en hann er tíu ára. Hann var að fara að labba heim og var með bolta með sér. Þessir strákar ætluðu að hrifsa boltann af honum en hann sagði þeim að hann væri að fara heim og þeir mættu ekki fá hann. Þá réðust þeir á hann og héldu honum niðri á meðan einn kýldi hann í magann,“ segir Kristín S. Hall Jónasdóttir móðir drengsins. Hún segir son sinn hafa lent í götunni við þetta. „Hann kýldi hann svo fast að hann gat varla andað. Svo hrifsuðu þeir töskuna af honum og voru að kasta henni á milli sín þegar það kemur einhver. Þeir héldu eflaust að það væri einhver fullorðinn en það voru sex ára börn að koma úr skólanum. Þá hlupu þeir í burtu.“ Með góða lýsingu á strákunum Hún segir son sinn geta lýst drengjunum nokkuð vel. Hann hafi talið að þeir gætu verið á milli 14 og 16 ára og að þeir hafi verið nokkuð hávaxnir. Hann sé sjálfur um 160 sentímetrar en drengirnir hafi verið miklu hærri en það. Rimaskóli er í Grafarvogi í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kristín segir son sinn ekki kannast við strákana og þeir séu ekki úr Rimaskóla. Hún segist hafa tilkynnt árásina um leið og sonur hennar kom heim til skólastjórans sem hafi þá sagt henni að það hafi einhverjir strákar verið í skólanum í dag sem ekki gangi í hann. Skólastjórinn hafi samt sem áður ekki verið viss hvort um sömu stráka hafi verið að ræða. „Skólastjórinn hljóp beint út til að athuga hvort hún myndi finna þá.“ Kristín lét vita af árásinni í íbúahóp fyrir íbúa í Grafarvogi. Þar lét hún fylgja lýsingu á drengjunum sem réðust á son hennar. Lýsingin er frá syni hennar. „Sá sem kýldi var með gleraugu, blárri úlpu, hvítum snjóbuxum og með græna húfu. Annar strákurinn sem hélt var í svartri úlpu, svörtum snjóbuxum, með hvíta húfu og dökkur á hörund. Sá þriðji í jólapeysu og svörtum buxum,“ segir í lýsingunni en Kristín segir drengina alla íslenska. Fjölmargir hafa skilið eftir athugasemdir við færsluna hennar en enginn hefur haft samband við hana. Í athugasemdum hvetur fólk hana til að tilkynna til lögreglu og að kæra. Þá benda einhverjir á að drengirnir sem réðust á hann eldri en 15 séu þeir sakhæfir. Kæra og fara með hann til læknis Kristín segist ætla að fara með son sinn á Læknavaktina í kvöld til að láta kíkja á hann. „Það má varla koma við magann. Við héldum að þetta myndi jafna sig með kælipoka en hann er mjög marinn.“ Kristín ætlar að kanna hvort að drengirnir hafi mögulega sést í eftirlitsmyndavélum annars staðar í hverfinu, til dæmis í Spönginni.Vísir/Vilhelm Þá munu þau einnig á morgun tala við rannsóknarlögreglumann. „Við töluðum við lögregluna áðan sem lét okkur fá síma hjá rannsóknarlögreglumanni sem mun taka skýrslu af syni mínum. Þessir strákar hótuðu honum auðvitað öllu illu ef hann myndi segja eitthvað, að drepa hann og hvað annað. Þannig hann er mjög hræddur en ég sagði honum að við myndum ekki þegja yfir þessu.“ Hún segir son sinn afar hræddan við að fara í skólann á morgun. „Ég er ekki viss hvort hann fari. Kannski ef ég fer með hann og sæki hann. Ég fer allavega á fund með skólastjóranum,“ segir Kristín og að skólinn hafi virkjað verkferla sem á að virkja við þessar aðstæður. Engar myndavélar þrátt fyrir leyfi Verst sé þó að myndavélar sem skólinn fékk heimild fyrir að setja upp eru ekki orðnar virkar. „Það er ekki langt síðan það var brotist inn og allt brotið og bramlað en þær eru ekki komnar upp.“ Hún vonast þó til þess að strákarnir hafi mögulega sést í myndavélum annars staðar. Hún muni ræða það við lögregluna þegar hún talar við hana á morgun. Hún vonar að með því að tala um þetta muni einhver hafa samband sem mögulega hafi séð eitthvað eða viti um hvaða stráka er að ræða. „Ég talaði við lögregluna og þeir sögðu að það væri gott að láta vita af þessu og láta þetta fréttast. Að fólk myndi þá hafa augun opin.“ Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Strákurinn okkar lenti í því ömurlega atviki að það var ráðist á hann. Þetta voru einhverjir eldri strákar en hann er tíu ára. Hann var að fara að labba heim og var með bolta með sér. Þessir strákar ætluðu að hrifsa boltann af honum en hann sagði þeim að hann væri að fara heim og þeir mættu ekki fá hann. Þá réðust þeir á hann og héldu honum niðri á meðan einn kýldi hann í magann,“ segir Kristín S. Hall Jónasdóttir móðir drengsins. Hún segir son sinn hafa lent í götunni við þetta. „Hann kýldi hann svo fast að hann gat varla andað. Svo hrifsuðu þeir töskuna af honum og voru að kasta henni á milli sín þegar það kemur einhver. Þeir héldu eflaust að það væri einhver fullorðinn en það voru sex ára börn að koma úr skólanum. Þá hlupu þeir í burtu.“ Með góða lýsingu á strákunum Hún segir son sinn geta lýst drengjunum nokkuð vel. Hann hafi talið að þeir gætu verið á milli 14 og 16 ára og að þeir hafi verið nokkuð hávaxnir. Hann sé sjálfur um 160 sentímetrar en drengirnir hafi verið miklu hærri en það. Rimaskóli er í Grafarvogi í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kristín segir son sinn ekki kannast við strákana og þeir séu ekki úr Rimaskóla. Hún segist hafa tilkynnt árásina um leið og sonur hennar kom heim til skólastjórans sem hafi þá sagt henni að það hafi einhverjir strákar verið í skólanum í dag sem ekki gangi í hann. Skólastjórinn hafi samt sem áður ekki verið viss hvort um sömu stráka hafi verið að ræða. „Skólastjórinn hljóp beint út til að athuga hvort hún myndi finna þá.“ Kristín lét vita af árásinni í íbúahóp fyrir íbúa í Grafarvogi. Þar lét hún fylgja lýsingu á drengjunum sem réðust á son hennar. Lýsingin er frá syni hennar. „Sá sem kýldi var með gleraugu, blárri úlpu, hvítum snjóbuxum og með græna húfu. Annar strákurinn sem hélt var í svartri úlpu, svörtum snjóbuxum, með hvíta húfu og dökkur á hörund. Sá þriðji í jólapeysu og svörtum buxum,“ segir í lýsingunni en Kristín segir drengina alla íslenska. Fjölmargir hafa skilið eftir athugasemdir við færsluna hennar en enginn hefur haft samband við hana. Í athugasemdum hvetur fólk hana til að tilkynna til lögreglu og að kæra. Þá benda einhverjir á að drengirnir sem réðust á hann eldri en 15 séu þeir sakhæfir. Kæra og fara með hann til læknis Kristín segist ætla að fara með son sinn á Læknavaktina í kvöld til að láta kíkja á hann. „Það má varla koma við magann. Við héldum að þetta myndi jafna sig með kælipoka en hann er mjög marinn.“ Kristín ætlar að kanna hvort að drengirnir hafi mögulega sést í eftirlitsmyndavélum annars staðar í hverfinu, til dæmis í Spönginni.Vísir/Vilhelm Þá munu þau einnig á morgun tala við rannsóknarlögreglumann. „Við töluðum við lögregluna áðan sem lét okkur fá síma hjá rannsóknarlögreglumanni sem mun taka skýrslu af syni mínum. Þessir strákar hótuðu honum auðvitað öllu illu ef hann myndi segja eitthvað, að drepa hann og hvað annað. Þannig hann er mjög hræddur en ég sagði honum að við myndum ekki þegja yfir þessu.“ Hún segir son sinn afar hræddan við að fara í skólann á morgun. „Ég er ekki viss hvort hann fari. Kannski ef ég fer með hann og sæki hann. Ég fer allavega á fund með skólastjóranum,“ segir Kristín og að skólinn hafi virkjað verkferla sem á að virkja við þessar aðstæður. Engar myndavélar þrátt fyrir leyfi Verst sé þó að myndavélar sem skólinn fékk heimild fyrir að setja upp eru ekki orðnar virkar. „Það er ekki langt síðan það var brotist inn og allt brotið og bramlað en þær eru ekki komnar upp.“ Hún vonast þó til þess að strákarnir hafi mögulega sést í myndavélum annars staðar. Hún muni ræða það við lögregluna þegar hún talar við hana á morgun. Hún vonar að með því að tala um þetta muni einhver hafa samband sem mögulega hafi séð eitthvað eða viti um hvaða stráka er að ræða. „Ég talaði við lögregluna og þeir sögðu að það væri gott að láta vita af þessu og láta þetta fréttast. Að fólk myndi þá hafa augun opin.“
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18