Heimkaup undir hatt Samkaupa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 19:13 Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Samkaup og Heimkaup hafa komist að samkomulagi um helstu forsendur sameiningar félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKEL hf., sem er eigandi að 81% hluta í Heimkaup. Þar segir að samkomulagið sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á matvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Önnur félög í eigu SKEL á neytendamarkaði, þ.e. Orkan, Lyfjaval og Löður, eru ekki hluti af samrunanum.“ Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni forstjóra SKEL fjárfestingarfélags hf. að sameinað félag hafi burði til að nýta sér þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason. „Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði fyrr á árinu sýna. Heimkaup hefur frá upphafi lagt áherslu á nýjungar á borð við netverslun og nú síðast með Prís sem ítrekað hefur boðið neytendum lægsta verð á mat- og dagvöru. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði,“ segir Ásgeir. Þetta merkir að undir rekstri Samkaupa verða verslanir undir merkjum 10-11, Prís, Extra auk þriggja þægindaverslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar. Þá á Heimkaup eignarhlut í veitingafélaginu Clippers ehf. sem m.a. rekur Sbarro. SKEL fjárfestingafélag hf. og Samkaup hf. hafa á árinu átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga SKEL. „Þeim viðræðum var slitið í lok október en í framhaldinu hófust viðræður um sameiningu rekstrareininga á matvælamarkaði. Að mati samrunaaðila getur samlegð í rekstri umræddra félaga orðið umtalsverð. Eftir sameiningu fái hluthafar Heimkaupa greitt með hlutafé í Samkaupum og eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum. Fyrir viðskiptin er SKEL eigandi að 5% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKEL hf., sem er eigandi að 81% hluta í Heimkaup. Þar segir að samkomulagið sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á matvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Önnur félög í eigu SKEL á neytendamarkaði, þ.e. Orkan, Lyfjaval og Löður, eru ekki hluti af samrunanum.“ Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni forstjóra SKEL fjárfestingarfélags hf. að sameinað félag hafi burði til að nýta sér þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason. „Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði fyrr á árinu sýna. Heimkaup hefur frá upphafi lagt áherslu á nýjungar á borð við netverslun og nú síðast með Prís sem ítrekað hefur boðið neytendum lægsta verð á mat- og dagvöru. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði,“ segir Ásgeir. Þetta merkir að undir rekstri Samkaupa verða verslanir undir merkjum 10-11, Prís, Extra auk þriggja þægindaverslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar. Þá á Heimkaup eignarhlut í veitingafélaginu Clippers ehf. sem m.a. rekur Sbarro. SKEL fjárfestingafélag hf. og Samkaup hf. hafa á árinu átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga SKEL. „Þeim viðræðum var slitið í lok október en í framhaldinu hófust viðræður um sameiningu rekstrareininga á matvælamarkaði. Að mati samrunaaðila getur samlegð í rekstri umræddra félaga orðið umtalsverð. Eftir sameiningu fái hluthafar Heimkaupa greitt með hlutafé í Samkaupum og eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum. Fyrir viðskiptin er SKEL eigandi að 5% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað.
Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira