Innlent

Vald­níðsla, rafbyssur og vitringar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig rætt við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar í beinni.

Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Við ræðum við lögreglu um atvikið en öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstök nefnd fara yfir málið.

Þá sjáum við hugmyndir að skipulagi Grindavíkurbæjar sem lagt er upp með að verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn auk þess sem við verðum í beinni frá Hörpu og heyrum í þeim Friðriki Ómari, Jógvan og Eyþóri Inga – eða Vitringunum þremur sem troða þar upp í kvöld.

Í Sportpakkanum verður rætt við Þórir Hergeirsson sem hefur sagt skilið við norska kvennalandsliðið og í Íslandi í dag hittir Vala Matt Guðnýju Halldórsdóttur og skoðar með henni æskuheimilið Gljúfrastein.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×