Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 10:29 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent