Erlent

Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rannsakendur á vettvangi tilræðisins í gær. 
Rannsakendur á vettvangi tilræðisins í gær. 

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum.

 Astoðarmaður Kirillovs lést einnig í árásinni en sprengju hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli og hún sprakk þegar mennirnir gengu framhjá. Rússar segja að sá grunaði hafi verið ráðinn af úkraínsku leyniþjónustunni til þess að vinna verkið en heimildir breska ríkisútvarpsins herma einnig að Úkraínumenn hafi verið þar að baki.

Þeir hafa sakað Kirillov, sem hafði efnavopn á sinni könnu innan rússneska hersins, um að hafa framið stríðsglæpi í Úkraínu þegar hann heimilaði notkun efnavopna í stríðinu sem nú geisar. Daginn áður en Kirillov var myrtur hafði hann verið ákærður í Úkraínu fyrir stríðsglæpi.

Að sögn FSB segis Úsbekinn, að sér hafi verið lofað hundrað þúsund dollurum fyrir morðið auk þess sem honum yrði tryggt landvistarleyfi í Evrópulandi að eigin vali. Maðurinn er sagður hafa komið sprengunni fyrir fyrir utan heimili Kirillovs og svo fylgst með úr fjarlægð hvenær þeir kæmu út og þá sprengt Kirillov og aðstoðarmanninn í loft upp, eins og sjá má á myndbandi sem birtist af árásinni í gær.


Tengdar fréttir

Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum

Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×