Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 18:02 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í bíl. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira