Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 18:02 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í bíl. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira