Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 15:59 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Vísir Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“ Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“
Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Sjá meira