Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 15:59 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Vísir Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“ Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“
Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira