Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2024 13:02 Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa ýmsir stuðningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið fullyrt að sótt verði um inngöngu í sambandið í Noregi eftir næstu þingkosningar þar í landi sem fram fara að óbreyttu eftir rúmt ár án þess þó að færa nokkur haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu. Væntanlega hafa þeir þá eitthvað meiri upplýsingar um það en leiðtogi hreyfingar norskra stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið. Haft er þannig eftir Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar, í dagblaðinu Nettavisen í gær að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili, sem verður frá 2025-2029, aðspurð hvort hún héldi að til þess kæmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Hins vegar gæti það mögulega að hennar mati orðið í kringum 2030. Það er að segja á þarnæsta kjörtímabili. Tilefni fréttarinnar var niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið InFact vann fyrir blaðið og sýnir meirihluta Norðmanna sem fyrr andvígan inngöngu í Evrópusambandið, eða 55,7% á móti 28,3% en meirihluti hefur verið á móti því að Noregur gengi í sambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í byrjun árs 2005. Til að mynda er meirihluti andvígur inngöngu í öllum aldurshópum. Fremur bjartsýnt mat frekar en hitt Viðbúið er að fremur sé um bjartsýnt mat af hálfu Lunde, jafnvel óskhyggju, að ræða fremur en hitt. Hún hefur þannig án efa reynt að vera eins bjartsýn og hún hefur talið unnt og líklega rúmlega það. Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að tekin verði skref í Noregi í átt að inngöngu í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð ef einhvern tímann hvað sem líður innistæðulausun fullyrðingum hér á landi. Fyrir utan niðurstöður kannana í Noregi eru flestir stjórnmálaflokkar landsins andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Sömu þrír flokkar og lengi hafa verið hlynntir inngöngu eru það enn. Fyrir vikið er enginn meirihluti á norska Stórþinginu fyrir málinu. Þá eru ríkisstjórnir yfirleitt myndaðar til hægri eða vinstri sem þýðir að ekki verða myndaðar ríkisstjórnir einhuga um inngöngu í sambandið. Hitt er svo annað mál að um gamlan leik er að ræða. Þannig hefur ítrekað verið fullyrt af norskum Evrópusambandssinnum á liðnum áratugum að við Íslendingar værum á leið í Evrópusambandið á sama tíma og hérlendir stuðningsmenn inngöngu í sambandið hafa reglulega fullyrt að það sama ætti við um Norðmenn. Án alls haldbærs rökstuðnings. Hvorugt er hins vegar né hefur verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar