Sakfelling Trumps stendur Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 09:53 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann tekur aftur embætti þann 20. janúar. AP/Evan Vucci Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10
Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23
Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07