Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 07:15 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi. Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira