Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins starfsöryggis og taka lengra orlof en starfsfólk í einkageiranum. Samanlagt jafngilda þessi sérréttindi 19% kauphækkun. Formenn tveggja stærstu hagsmunasamtaka opinberra starfsmanna á Íslandi voru ekki hrifnir af úttekt okkar. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, sakaði Viðskiptaráð um þráhyggju og telur rétt að hugleiða hvað okkur gangi til. Þá kallaði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, okkur „strákana hjá Viðskiptaráði“ og sagði okkur gera stöðugar árásir á kvennastéttir. Í bland við þessi viðbrögð kom einnig fram efnisleg gagnrýni. Förum yfir hana lið fyrir lið. Styttri vinnutími Kolbrún segir villandi að bera saman vinnutíma milli hins opinbera og einkageirans með þeim hætti sem Viðskiptaráð gerir. Vaktavinna, vægi hlutastarfa og ólíkt eðli starfa skýri muninn í vinnustundum. Gagnrýni Kolbrúnar er ein ástæða þess að yfirskrift úttektar okkar er „Dulbúinn kaupauki.“ Sérréttindi opinberra starfsmanna eru gjarnan falin í smáa letrinu, sem verður hér rakið m.t.t. vinnutíma. Í fyrsta lagi telur Kolbrún réttast að þeir sem eru í hlutastarfi séu undanskildir og aðeins litið til starfsmanna sem eru skilgreindir sem fullvinnandi. Sé það gert sé vinnutími í reynd lengri hjá hinu opinbera. En sú forsenda er villandi því hún dregur dul á önnur sérréttindi opinberra starfsmanna. Í einkageiranum telst aukavinna þeirra sem eru í hlutastarfi ekki til yfirvinnustunda sé hún innan hefðbundins vinnutíma. Það þekkist hins vegar hjá hinu opinbera.[1] Þess vegna getur verið hagstæðara að vinna hlutastörf hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Sem dæmi voru greiddar yfirvinnustundir hjá þeim sem eru í hlutastarfi á Landspítalanum flestar hjá þeim sem eru í lægsta starfshlutfallinu, eða undir 20% starfshlutfalli.[2] Í öðru lagi fullyrðir Kolbrún að ef aðeins er litið til fullvinnandi einstaklinga vinni starfsmenn hins opinbera lengri vinnuviku en þeir í einkageiranum, miðað við greiddar vinnustundir. Þessi forsenda Kolbrúnar er einnig villandi því hún hylur enn önnur sérréttindi til viðbótar. Á vef Hagstofunnar segir að greiddar stundir geti falið í sér vanmat á vinnustundum vegna fastlaunasamninga en einnig ofmat á unnum stundum vegna óunninna fastra yfirvinnutíma.[3] Fastlaunasamningar eru tíðari í einkageiranum og almennt minna um yfirvinnustundir. T.d. er vægi yfirvinnugreiðslna af reglulegum launum undir 1% hjá félagsmönnum BHM í einkageiranum en 9% hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.[4] Þá eru fastir yfirvinnutímar opinberra starfsmanna að jafnaði 17,6 klukkustundir mánaðarlega hjá þeim sem fengu greidda yfirvinnu skv. fjármálaráðuneytinu.[5] Þannig geta ómældar vinnustundir opinberra starfsmanna numið 10% af greiddum vinnustundum skv. viðmiði Kolbrúnar. Forsenda Kolbrúnar um að notast við greiddar vinnustundir við samanburð á hinu opinbera og einkageiranum gefur skakka mynd. Réttara er að styðjast við meðalfjölda vikulegra vinnustunda í aðalstarfi, líkt og Viðskiptaráð gerði. Hámarkstytting og skert þjónusta Kolbrún lítur fram hjá fleiri atriðum í okkar úttekt sem benda til styttri vinnutíma hjá hinu opinbera. Í úttekt KPMG á innleiðingu tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar kemur fram að 77% opinberra stofnana fóru í hámarksstyttingu í einu skrefi. Slík stytting á sér enga hliðstæðu í einkageiranum. Almenningur hefur sennilega orðið áskynja áhrifa styttri vinnuviku hjá hinu opinbera í formi skertrar þjónustu. Til dæmis var nýlega ákveðið að farsælast væri að innleiða styttri vinnuviku hjá Heilsugæslunni í Borgarnesi með því að skerða þjónustuna. Héðan í frá er heilsugæslan lokuð eftir hádegi á föstudögum.[6] Þá hefur styttingin einnig valdið manneklu í skurðaðgerðum á Landspítalanum.[7] Þess vegna kemur ekki á óvart að í úttekt KPMG lækka 13 af 15 stofnunum í þjónustukönnunum á tímabilinu sem stytting vinnuvikunnar átti sér stað, þvert á yfirlýst markmið verkefnisins og fyrri fullyrðingar formanns BSRB.[8] Þreföld uppsagnavernd, ríflegri veikindaréttur og lengra orlof Lítið var um athugasemdir við önnur sérréttindi sem við lögðum mat á í úttekt okkar. Þau eru ríflegri veikindaréttur, þreföld uppsagnarvernd og lengra orlof opinberra starfsmanna. Við þetta má bæta að úttekt okkar er ekki tæmandi þegar kemur að sérréttindum. Sem dæmi um það má nefna ríflegri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna sem hófu störf fyrir júní 2017, en þeir njóta tæplega 5% viðbótariðgjalds frá launagreiðanda.[9] Þá myndast veikindaréttur hjá hinu opinbera um leið og tekið er til starfa, en í einkageiranum myndast rétturinn ekki fyrr en eftir fyrsta mánuðinn í starfi. Opinberir starfsmenn njóta einnig ríkari réttar til endurmenntunar- og fræðslu en starfsfólk á einkamarkaði.[10] Sérréttindi fela í sér misræmi Sérréttindi opinberra starfsmanna fela í sér misræmi gagnvart starfsfólki í einkageiranum. Þau standa hagkvæmni í opinberum rekstri fyrir þrifum, torvelda samanburð á launakjörum og skekkja umræðu um kjaramál. Viðskiptaráð leggur til að réttindi opinberra starfsmanna verði jöfnuð réttindum starfsfólks í einkageiranum. Jafnlangar vinnuvikur, jafnt starfsöryggi, jafn veikindaréttur og jafn orlofsréttur. Mikill meirihluti almennings er fylgjandi jöfnum réttindum. Í könnun Maskínu fyrir Viðskiptaráð vildu 80% að uppsagnarvernd væri sambærileg og 89% að lífeyrisréttindi væru sambærileg. Vonandi mun ný ríkisstjórn halda áfram á þeirri vegferð sem hófst með lagasetningu um jöfnun lífeyrisréttinda. Afnám eftirstandandi sérréttinda myndi bæta opinbera þjónustu, auka sátt á vinnumarkaði og tryggja að allir sitji við sama borð. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. [1] Vinnuréttarvefur ASÍ. „Yfirvinna”. Slóð: https://asi.is/vinnurettarvefur/vinnurettur/rettindi-og-skyldur/laun-og-vinnutimi/laun/yfirvinna/ [2] RÚV. „Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi vinna helmingi minni yfirvinnu”. Slóð: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-11-hjukrunarfraedingar-i-hlutastarfi-vinna-helmingi-minni-yfirvinnu [3] Sjá „greiddar stundir” í skýringum. Hagstofan. Slóð: https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__1_laun__1_laun/VIN02005.px/ [4] Mynd 3.8. Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2024. Slóð: https://www.ktn.is/_files/ugd/cdf5cd_c1fd7d2aed114ce59064fe56bf3d63de.pdf [5] https://www.althingi.is/altext/154/s/1702.html [6] Heilsugæslan í Borgarnesi. „Áríðandi tilkynning til allra íbúa, og þjónustuþega Heilsugæslunnar í Borgarnesi”. https://www.facebook.com/photo?fbid=122144387024313015&set=a.122106419216313015 [7] Morgunblaðið. „Mannekla vegna styttri vinnuviku“. Slóð: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/18/mannekla_vegna_styttri_vinnuviku/ [8] RÚV. „Stytting á ekki að draga úr þjónustu“. Slóð: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-01-20-stytting-a-ekki-ad-draga-ur-thjonustu [9] LSR. „Iðgjaldaskil til A-deildar“. Slóð: https://www.lsr.is/launagreidendur/a-deild/ [10] Vinnuréttarvefur ASÍ. „Fræðslusjóðir og starfsmannamál“. Slóð: https://asi.is/vinnurettarvefur/vinnurettur/stettarfelog-og-vinnudeilur/almennur-og-opinber-vinnumarkadur-samanburdur/rettindi-launafolks/fraedslusjodir-og-starfsmenntamal/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum. Þeir vinna styttri vinnuviku, hafa ríkari veikindarétt, njóta aukins starfsöryggis og taka lengra orlof en starfsfólk í einkageiranum. Samanlagt jafngilda þessi sérréttindi 19% kauphækkun. Formenn tveggja stærstu hagsmunasamtaka opinberra starfsmanna á Íslandi voru ekki hrifnir af úttekt okkar. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, sakaði Viðskiptaráð um þráhyggju og telur rétt að hugleiða hvað okkur gangi til. Þá kallaði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, okkur „strákana hjá Viðskiptaráði“ og sagði okkur gera stöðugar árásir á kvennastéttir. Í bland við þessi viðbrögð kom einnig fram efnisleg gagnrýni. Förum yfir hana lið fyrir lið. Styttri vinnutími Kolbrún segir villandi að bera saman vinnutíma milli hins opinbera og einkageirans með þeim hætti sem Viðskiptaráð gerir. Vaktavinna, vægi hlutastarfa og ólíkt eðli starfa skýri muninn í vinnustundum. Gagnrýni Kolbrúnar er ein ástæða þess að yfirskrift úttektar okkar er „Dulbúinn kaupauki.“ Sérréttindi opinberra starfsmanna eru gjarnan falin í smáa letrinu, sem verður hér rakið m.t.t. vinnutíma. Í fyrsta lagi telur Kolbrún réttast að þeir sem eru í hlutastarfi séu undanskildir og aðeins litið til starfsmanna sem eru skilgreindir sem fullvinnandi. Sé það gert sé vinnutími í reynd lengri hjá hinu opinbera. En sú forsenda er villandi því hún dregur dul á önnur sérréttindi opinberra starfsmanna. Í einkageiranum telst aukavinna þeirra sem eru í hlutastarfi ekki til yfirvinnustunda sé hún innan hefðbundins vinnutíma. Það þekkist hins vegar hjá hinu opinbera.[1] Þess vegna getur verið hagstæðara að vinna hlutastörf hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Sem dæmi voru greiddar yfirvinnustundir hjá þeim sem eru í hlutastarfi á Landspítalanum flestar hjá þeim sem eru í lægsta starfshlutfallinu, eða undir 20% starfshlutfalli.[2] Í öðru lagi fullyrðir Kolbrún að ef aðeins er litið til fullvinnandi einstaklinga vinni starfsmenn hins opinbera lengri vinnuviku en þeir í einkageiranum, miðað við greiddar vinnustundir. Þessi forsenda Kolbrúnar er einnig villandi því hún hylur enn önnur sérréttindi til viðbótar. Á vef Hagstofunnar segir að greiddar stundir geti falið í sér vanmat á vinnustundum vegna fastlaunasamninga en einnig ofmat á unnum stundum vegna óunninna fastra yfirvinnutíma.[3] Fastlaunasamningar eru tíðari í einkageiranum og almennt minna um yfirvinnustundir. T.d. er vægi yfirvinnugreiðslna af reglulegum launum undir 1% hjá félagsmönnum BHM í einkageiranum en 9% hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.[4] Þá eru fastir yfirvinnutímar opinberra starfsmanna að jafnaði 17,6 klukkustundir mánaðarlega hjá þeim sem fengu greidda yfirvinnu skv. fjármálaráðuneytinu.[5] Þannig geta ómældar vinnustundir opinberra starfsmanna numið 10% af greiddum vinnustundum skv. viðmiði Kolbrúnar. Forsenda Kolbrúnar um að notast við greiddar vinnustundir við samanburð á hinu opinbera og einkageiranum gefur skakka mynd. Réttara er að styðjast við meðalfjölda vikulegra vinnustunda í aðalstarfi, líkt og Viðskiptaráð gerði. Hámarkstytting og skert þjónusta Kolbrún lítur fram hjá fleiri atriðum í okkar úttekt sem benda til styttri vinnutíma hjá hinu opinbera. Í úttekt KPMG á innleiðingu tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar kemur fram að 77% opinberra stofnana fóru í hámarksstyttingu í einu skrefi. Slík stytting á sér enga hliðstæðu í einkageiranum. Almenningur hefur sennilega orðið áskynja áhrifa styttri vinnuviku hjá hinu opinbera í formi skertrar þjónustu. Til dæmis var nýlega ákveðið að farsælast væri að innleiða styttri vinnuviku hjá Heilsugæslunni í Borgarnesi með því að skerða þjónustuna. Héðan í frá er heilsugæslan lokuð eftir hádegi á föstudögum.[6] Þá hefur styttingin einnig valdið manneklu í skurðaðgerðum á Landspítalanum.[7] Þess vegna kemur ekki á óvart að í úttekt KPMG lækka 13 af 15 stofnunum í þjónustukönnunum á tímabilinu sem stytting vinnuvikunnar átti sér stað, þvert á yfirlýst markmið verkefnisins og fyrri fullyrðingar formanns BSRB.[8] Þreföld uppsagnavernd, ríflegri veikindaréttur og lengra orlof Lítið var um athugasemdir við önnur sérréttindi sem við lögðum mat á í úttekt okkar. Þau eru ríflegri veikindaréttur, þreföld uppsagnarvernd og lengra orlof opinberra starfsmanna. Við þetta má bæta að úttekt okkar er ekki tæmandi þegar kemur að sérréttindum. Sem dæmi um það má nefna ríflegri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna sem hófu störf fyrir júní 2017, en þeir njóta tæplega 5% viðbótariðgjalds frá launagreiðanda.[9] Þá myndast veikindaréttur hjá hinu opinbera um leið og tekið er til starfa, en í einkageiranum myndast rétturinn ekki fyrr en eftir fyrsta mánuðinn í starfi. Opinberir starfsmenn njóta einnig ríkari réttar til endurmenntunar- og fræðslu en starfsfólk á einkamarkaði.[10] Sérréttindi fela í sér misræmi Sérréttindi opinberra starfsmanna fela í sér misræmi gagnvart starfsfólki í einkageiranum. Þau standa hagkvæmni í opinberum rekstri fyrir þrifum, torvelda samanburð á launakjörum og skekkja umræðu um kjaramál. Viðskiptaráð leggur til að réttindi opinberra starfsmanna verði jöfnuð réttindum starfsfólks í einkageiranum. Jafnlangar vinnuvikur, jafnt starfsöryggi, jafn veikindaréttur og jafn orlofsréttur. Mikill meirihluti almennings er fylgjandi jöfnum réttindum. Í könnun Maskínu fyrir Viðskiptaráð vildu 80% að uppsagnarvernd væri sambærileg og 89% að lífeyrisréttindi væru sambærileg. Vonandi mun ný ríkisstjórn halda áfram á þeirri vegferð sem hófst með lagasetningu um jöfnun lífeyrisréttinda. Afnám eftirstandandi sérréttinda myndi bæta opinbera þjónustu, auka sátt á vinnumarkaði og tryggja að allir sitji við sama borð. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. [1] Vinnuréttarvefur ASÍ. „Yfirvinna”. Slóð: https://asi.is/vinnurettarvefur/vinnurettur/rettindi-og-skyldur/laun-og-vinnutimi/laun/yfirvinna/ [2] RÚV. „Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi vinna helmingi minni yfirvinnu”. Slóð: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-11-hjukrunarfraedingar-i-hlutastarfi-vinna-helmingi-minni-yfirvinnu [3] Sjá „greiddar stundir” í skýringum. Hagstofan. Slóð: https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__1_laun__1_laun/VIN02005.px/ [4] Mynd 3.8. Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2024. Slóð: https://www.ktn.is/_files/ugd/cdf5cd_c1fd7d2aed114ce59064fe56bf3d63de.pdf [5] https://www.althingi.is/altext/154/s/1702.html [6] Heilsugæslan í Borgarnesi. „Áríðandi tilkynning til allra íbúa, og þjónustuþega Heilsugæslunnar í Borgarnesi”. https://www.facebook.com/photo?fbid=122144387024313015&set=a.122106419216313015 [7] Morgunblaðið. „Mannekla vegna styttri vinnuviku“. Slóð: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/18/mannekla_vegna_styttri_vinnuviku/ [8] RÚV. „Stytting á ekki að draga úr þjónustu“. Slóð: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-01-20-stytting-a-ekki-ad-draga-ur-thjonustu [9] LSR. „Iðgjaldaskil til A-deildar“. Slóð: https://www.lsr.is/launagreidendur/a-deild/ [10] Vinnuréttarvefur ASÍ. „Fræðslusjóðir og starfsmannamál“. Slóð: https://asi.is/vinnurettarvefur/vinnurettur/stettarfelog-og-vinnudeilur/almennur-og-opinber-vinnumarkadur-samanburdur/rettindi-launafolks/fraedslusjodir-og-starfsmenntamal/
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun