Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:49 Jóhanna Pálsdóttir er kennari við Kársnesskóla. Vísir/Samsett Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“ Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“
Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira