Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:49 Jóhanna Pálsdóttir er kennari við Kársnesskóla. Vísir/Samsett Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“ Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hún segir fáránlegt að börn skuli hafa þetta ábyrgðarmikla hlutverk og að sjálfsagt væri að skólarnir fengju sín upprunalegu nöfn. Snemma á þessu ári tilkynnti Kópavogsbær að Kársnesskóla yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu sem líður samkvæmt tillögu menntaviðs. Meginástæða þess hafi verið fjölgun nemenda á Kársnesi en undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið á milli 600 og 700. Fyrirséð er að enn muni þeim fjölga. Tilfinningatengsl við skólana gömlu Kársnesskóli varð til við sameiningu Kársnesskóla og Þinghólsskóla árið 2001 og Jóhanna Pálsdóttir, kennari við skólann, segr það súrt að íbúar Kársness skuli ekki fá að hafa áhrif á nafngiftirnar og að Kópavogi sé íbúalýðræði greinilega ekki mikilvægt. „Í dag fá nemendur 1.-10. bekkja Kársnesskóla að velja endanlegt nafn á skólunum tveimur sem verða á Kársnesinu um ókomna tíð. Búið er að velja fimm nöfn á hvorn skóla sem voru vinsælust í nemenda- og íbúakönnun á Kársnesinu. Úr þeim nöfnum velja nú börnin, sem eru 6-15 ára gömul. Leik- og grunnskólar bæjarins eru opinberar stofnanir og mér finnst glórulaust að börn hafi úrslitavald um nöfn á þessum stofnunum,“ skrifar hún í færslu á íbúahóp Kársnesinga. Jóhanna segir það súrt að Kársnesingar með minningar af skólunum tveimur skuli ekki fá að láta sína rödd heyrast. „Við sem höfum búið hér áratugum saman og upplifðum sameiningu skólanna á sínum tíma höfum líklega miklu meiri tilfinningatengsl til þessara stofnana en þessi litlu börn,“ skrifar hún. Sjálfsagt að skólarnir fái sín upprunalegu nöfn Jóhanna segist skora á kjörna fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína um að láta börn hafa þetta mikilvæga hlutverk. „Gamlir nemendur, Sögufélag Kópavogs og margir líkt og ég geyma alls konar minningar tengdar gömlu nöfnum skólanna. Því finnst mér með ólíkindum að tæpum aldarfjórðungi eftir sameiningu skólanna hafi það ekki verið sjálfsagður hlutur að þeir fengju sín upprunalegu nöfn, sérstaklega þar sem Þinghólsskóli er enn í þeirri byggingu sem hann var byggður til á sínum tíma,“ segir Jóhanna. „Mér finnst sjálfsagt að þau hafi atkvæðarétt - en ég vil fá hann líka sem útsvarsgreiðandi og íbúi á Kársnesinu.“
Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira