Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. desember 2024 08:02 Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Atvinnurekendur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun