Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 17. desember 2024 08:02 Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Atvinnurekendur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar fjölluðu að miklu leyti um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálum og fram kom í kosningabaráttu flokkanna sem nú sitja á alþingi að þeir vilja ná jafnvægi í ríkisrekstri. Það er mikilvægt að þau loforð séu efnd, til að skjóta styrkari stoðum undir stöðugleikann. En stöðugleiki einn og sér er ekki nóg. Við verðum líka að huga að verðmætasköpun. Til þess að hún dafni þá verður Ísland að vera samkeppnishæft. Verðmætasköpun í atvinnulífinu stendur undir velferð samfélagsins. Við megum aldrei missa sjónar á þeim verðmætum sem öflugt atvinnulíf færir okkur. Hagkerfið hefur kólnað, greiningar gera ekki ráð fyrir hagvexti í ár og sýna samdrátt í bæði landsframleiðslu og framleiðni á fyrri hluta ársins 2024. Horft fram á veginn er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist og tölurnar eru í takt við viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, hagnaður í viðskiptahagkerfinu dróst saman í fyrra og fleiri en færri stjórnendur stærri fyrirtækja gera ráð fyrir sömu þróun á þessu ári sem rétt er að ljúka. Til lengri tíma litið er Ísland í öfundsverðri stöðu – ef við nýtum tækifærin. Ísland býr yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega ung þjóð og hér eru nægar auðlindir – hvort tveggja mannauður og náttúruauðlindir. Ísland býr jafnframt yfir fjármögnuðu lífeyriskerfi, meira jafnrétti kynjanna, og meiri tekju- og eignajöfnuði en flestar aðrar þjóðir. En það er til lítils að hafa öll tækifærin í hendi sér, ef þau eru ekki nýtt. Við verðum að hafa augun á verðmætasköpuninni og muna að skattar skapa ekki verðmæti, fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf skapar verðmæti. Áherslan þarf að vera á hallalaus fjárlög með hagræðingu á útgjaldahliðinni. Til lengri tíma litið þarf að horfa til þess að Ísland er háskattaríki og það myndi efla verðmætasköpun og hagvöxt að draga úr skattbyrði. Skattar skapa ekki verðmæti en verðmæti skapa skatttekjur. Hófleg skattheimta leyfir atvinnulífi að dafna og getur skilað meiri skatttekjum en ef skatthlutföll væru hærri. Á Íslandi eru nú þegar 4. hæstu skattarnir innan OECD. Það er hægt að bæta samkeppnishæfni íslensks skattkerfis. Skatttegundir hafa nefnilega mismunandi áhrif á hegðun einstaklinga. Samsetning skatta hefur þannig áhrif á hagkerfið og þróun hagsældar. Þrepaskiptir tekjuskattar eru notaðir um allan heim en hafa þarf í huga að háir jaðarskattar hafa áhrif á vilja einstaklinga til þess að vinna og draga þannig úr framleiðni skattkerfisins. Fyrirtækjaskattar og skattar á laun og fjármagn eru sérlega skaðlegir þegar kemur að áhrifum á hagvöxt. Flest lönd innan OECD hafa áttað sig á neikvæðum áhrifum slíkra skatta og hafa skattar á fjármagn og fyrirtæki því almennt farið lækkandi á undanförnum áratugum á meðan vægi breiðari skattstofna á borð við neysluskatta hefur aukist. Þá búum við nú þegar við sértæka skatta á fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki en það gefur auga leið að slíkir skattar draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegri samkeppni. Það má öllum vera ljóst að það eru fjölmörg tækifæri til þess að stórbæta íslenskt skattkerfi og styðja þar með við aukna verðmætasköpun sem getur aukið skatttekjur ríkissjóðs til lengri tíma án þess að auka eiginlega skattbyrði. Skilvirkara skattkerfi ætti að vera áhersluatriði næstu ríkisstjórnar, en ekki hækkun á sköttum og gjöldum enda er aukin samkeppnishæfni sjálfbærasta leiðin til að fjármagna aukna innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. Samkeppnishæfni hagkerfisins er einmitt efst á listanum yfir stefnumarkandi áherslur nýrrar framkvæmdastjórnar innan Evrópusambandsins. Það færi vel á því sama hjá nýrri ríkisstjórn hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar