Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. desember 2024 00:01 Tugir unglinga voru á staðnum sem virtist vera vörugeymsla sem búið var að breyta í „skemmtistað“. Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira