Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. desember 2024 00:01 Tugir unglinga voru á staðnum sem virtist vera vörugeymsla sem búið var að breyta í „skemmtistað“. Tveir sextán ára unglingar, strákur og stelpa, voru skotnir til bana og þrír særðir í partýi í Houston í Bandaríkjunum. Meðal hinna særðu er þrettán ára stúlka sem er í lífshættu. Hins grunaða er enn leitað. Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Lögreglunni í Houston-borg í Texas-ríki barst tilkynning um skotárásina um 11:20, skömmu fyrir miðnætti, á staðartíma. „Þegar þeir komu á vettvang sáu þeir hektíska sýn, stóran hóp fólks hlaupandi út úr bráðabirgðaklúbbi,“ sagði Luiz Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri í Houston, á blaðamannafundi. Luis Menendez-Sierra, aðstoðarlögreglustjóri Houston-lögreglu, á blaðamannafundi í gær vegna skotárásarinnar. Lögreglan kom að sextán ára dreng sem var úrskurðaður látinn á vettvangi og var farið með sextán ára stúlku á spítala þar sem hún lést af sárum sínum. Að minnsta kosti þrír aðrir voru skotnir að sögn Menendez-Sierra. Þar á meðal þrettán ára stúlka sem er í lífshættu á spítala og nítján ára kona sem kom sér sjálf á sjúkrahús. Lögreglan hefur ekki enn hneppt neinn í gæsluvarðhald vegna málsins og biðlar til fólks með upplýsingar um skotárásina að leita til lögreglu. Tómri vöruskemmu breytt í klúbb Menendez-Sierra segir hópinn á „klúbbnum“ aðallega hafa samanstaðið af unglingum og hélt fólk áfram að streyma út á meðan viðbragðsaðilar hlúðu að hinum særðu. Húsnæðið virðist hafa verið yfirgefið atvinnuhúsnæði sem hópurinn breytti í tímabundinn klúbb. Menendez-Sierra segir slík partý hafa aukist undanfarið í borginni, þau birtist á samfélagsmiðlum og vegna skorts á utanumhaldi geti slíkir viðburðir haft alvarlegar afleiðingar. „Ég mun fylgja þessu eftir næstu daga til að sjá hvernig eitthvað eins og þetta verður til, óundirbúið partý myndi ég kalla það, í tómri vöruskemmu,“ sagði John Whitmire, borgarstjóri Houston, á blaðamannafundinum. 🚨Update on the overnight shooting being investigated by @houstonpolice.Five people were shot and two teenagers killed at an unregulated, warehouse party. At the scene after the shooting,@houmayor Whitmire said its a tragedy that never should have happened. pic.twitter.com/jHQRFY1SQL— City of Houston (@HoustonTX) December 15, 2024 „Öryggisverðirnir eru ekki hér, þeir flúðu. Þetta er harmleikur, ég finn til með fjölskyldunum, við skulum biðja fyrir þeim. Við misstum ungt fólk hér í kvöld, sem hefði verið hægt að forðast ef þau hefðu ekki komið á stað sem þennan,“ sagði hann einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira