Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun