„Við viljum endilega veita almenningi innsýn inn í fjölbreytt störf lögreglu. Og það hversu mismunandi verkefnin geta verið,“ segir Erna Dís Gunnarsdóttir varðstjóri sem ræddi verkefnið í beinni útsendingu á Stöð 2.
Unnar Már Ástþórsson, sömuleiðis varðstjóri, segir fólk hafa gaman af því að fylgjast með störfum lögreglu.
„Ég held að það sé ekki á hverjum degi sem að fólk fær svona víða innsýn inn í störf lögreglunnar.“
Stærsta verkefni kvöldsins er væntanlega viðvera í kringum Iceguys tónleika, þá fyrstu af fimm, sem fara fram í Laugardalshöll í kvöld.
„Við verðum annars með ölvunartékk, til að kanna hvort fólk sé að aka eftir að hafa fengið sér áfengi,“ erna Dís.
Hér að neðan má sjá brot af þeim verkefnum sem lögregla hefur greint frá í kvöld:
Reiðhjólaþjófnaður í Hafnarfirði. Okkar fólk á staðinn. #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 13, 2024
Brjálaður maður í búð í borginni, lögregla fer á staðinn #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 13, 2024
Reiður einstaklingur í vandræðum eftir jólaball í borginni. Keyrt heim. #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 13, 2024
Ölvaður einstaklingur sem neitar að yfirgefa stað í miðborginni. #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 13, 2024